My precious!

coke.jpg

Blogg sagði frúin og blogg skal hún fá! Brosandi

Sorgartíðindi! Gráta Reyndar bara fyrir mig - já og líklega Vífilfell líka. Ég þarf að öllum líkindum að hætta að drekka kók og ekki af því að mig langar það heldur af því að maginn minn segir það Gráta Draslans magi!! Ég ætla samt að reyna að laga mataræðið eitthvað til þess að ég þurfi ekki að hætta að drekka mitt ástkæra kók! My precious!! Ég veit í alvörunni ekki hvernig ég á að fara að því - eða hvenær! Það er enginn hentugur tími til að fá fráhvarfseinkenni núna!! Bara engan veginn sko!! Fyrir utan það að ég á endalausar birgðir af kóki núna... Og hvernig fer Vífilfell að þegar ég kaupi ekki kók lengur?? Það á eftir að fara illilega á hausinn!! Við sjáum hvernig fer... er engan veginn tilbúin til að gefa my precious upp á bátinn!!

Mér tókst að fara í samstæðum skóm í vinnuna í dag! Brosandi

Ég hitti Tinnuna mína áðan. Við fórum út að borða á American Style. Það var ótrúlega gaman enda komið svo hrikalega langt síðan ég hitti hana!!  Við sátum á Style-num í tæpa tvo tíma og töluðum og töluðum eins og okkur einum er lagið.

Ég er svo geðveikt þreytt að ég hef akkúrat ekkert að segja. Ég hringdi í hana Jóhönnu mína áðan því nú er hún formlega orðin 25 ára! Dagurinn hennar er í dag, 7. maí. Til hamingju með daginn Jóhanna mín! Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, þetta minnir mig bara á þegar ég og Aníta fórum á Style-inn einhvert kvöldmatarleytið og við gleymdum okkur aðeins í spjallinu. Svo þegar við vorum að fara þá tókum við eftir því að það var fullt af fólki að bíða eftir sætum, enda staðurinn fullur. Held samt að við höfum ekki náð 2 tímum :P

En allavega, til hamingju með daginn Jóa. Þú átt sama afmælisdag og Ásbjörn vinur minn, sem er ekkert nema gott mál ;)

Bjarni (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 11:08

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er æði að sitja á Stylenum þegar maður er búinn að borða og spjalla. Gerði það með Sólveigu um daginn.. en samt ekki eins lengi og ég og Tinna vorum í gær :) En skemmtileg umræðuefni engu að síður :)

Þjóðarblómið, 7.5.2006 kl. 11:14

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

hólíká sko! drekktu bara hálft mjólkuglas á dag og eitthvað smá hollt þá geturu drukkið kók eins og þú mögulega getur :D ekki séns að ég sé að fara drekka ein kók í Ölver takk fyrir ;D hehe.

30 dagar í Ölver :D

Guðbjörg Þórunn, 7.5.2006 kl. 11:55

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hvaða rugl.......hvernig er hægt að ætlast til að þú bara HÆTTIR að drekka kók......fáðu þér bara nýjan maga!!!

Takk fyrir hittið í gær.....ótrúlega var það yndislegt!! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 7.5.2006 kl. 12:56

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Já hvernig væri það?? Skipti bara um maga!! Á einhver maga í góðu ástandi??

Þjóðarblómið, 7.5.2006 kl. 13:00

6 identicon

Ég á maga en í frekkar slöppu ástandi því miður... held þú verðir að leita annað en til mín

Hlínza (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 13:15

7 Smámynd: Þjóðarblómið

ok... :) Geri það þá :) Eða reyni bara að laga mitt drasl :)HEld það sé affarasælast :)

Þjóðarblómið, 7.5.2006 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband