5.5.2006 | 01:14
blátt blátt blátt
Ég hunskaðist loksins til að skipta um á rúminu mínu og mér liður ekkert smá vel núna. Ligg í hreinu, bláu rúmi með tölvuna í fanginu og kók á borðinu Ég elska að sofa í bláu. Er með lak sem er alveg ótrúlega flott blátt en reyndar með Bangsímon-sængurverið sem er ekki alveg nógu mikið blátt - bara svona ljósblátt undir og á köntunum... Bláa Bangsímon-sængurverið mitt var nefnilega að fara af. Og það eru einmitt einu tvö sængurverin sem ég á
Er að hugsa um að fjárfesta í bláu sængurverið við fyrsta tækifæri
Það er kannski líka kominn tími til að þroskast upp úr Bangsímon?? hmm.. nei ætli það... ekki alveg strax... er nú enn bara tuttuguogfjögurra ára...Ég sný sænginni alltaf öfugt - ekki á röngunni heldur með opnanlega endann upp að andlitinu - þegar ég sef með þessa sæng því þá er Eyrnaslapi rétt hjá mér... já ég veit, ég veit, fer bráðum að þroskast...
Nýi síminn minn er ótrúlega skemmtilegur nema ég myndast ekkert voðalega vel í honum. En hann er skemmtilegur að öllu öðru leyti! Ég náði mér í hringingar í hann í dag og vitiði hvað? Jólalagið mitt var til i svona fjöltóna dóti... ég varð ýkt glöð Þá get eg haldið áfram að hafa jólalag allan ársins hring... mér og öllum öðrum til mikillar gleði... allavega mér
Ég veit ekki af hverju ég er að blogga í þriðja skiptið í dag... kannski bara af því að ég er búin að vera of mikið með tölvuna í fanginu... og mér er illt í maganum/síðunni eða eitthvað... en hausinn er búinn að vera kátur í marga daga Þið fáið bangsímon mynd í tilefni sængurveranna minna
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
djöfull ertu öflug að blogga stelpa :D hehehe
annars finnst mér þú ekkert verða að þroskast uppúr bangsímon æðinu - ég meina maður á að gera nákvæmlega það sem maður vill ;) öðrum kemur það akkurat ekkert við - punktur búið ;) mér finnst þetta ´lika ýkt töff sængurver .. !!!!
Sigrún, 5.5.2006 kl. 01:40
Takk fyrir að blogga svona mikið. Rosalega ánægð með þig. Þú þarft ekkert að þroskast upp úr þessu bangsímion æði enda áttu flottasta sængurverið í heminum ;-) Kveðja Jóa mjóa alveg að verða 25.
Jóhanna María (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 08:50
Mig hefur alltaf langað í flott sængurver, að vísu frekar Bugs Bunny en Bangsímon. Fyrst vildi mamma mín ekki leyfa mér það og núna vill Þorgeir ekki leyfa mér það! Öss
Hlínza (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 11:01
Hlín: maður á ekki að spyrja um leyfi! Pabbi minn gaf mér annað sængurverið og Jóhanna gamla hitt :)
Sirún: Svona er þetta þegar maður er í prófum.. allt annað tekið framyfir bókadruslurnar :)
Þjóðarblómið, 5.5.2006 kl. 11:08
Þroskastu!!!!
Hehehe, nei smá djók. Maður á alltaf að hafa hlutina eins og manni líður best með þá ;)
Bjarni (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.