4.5.2006 | 19:45
Oh svo sexy
Loksins fékk ég brjóstahaldarann minn aftur!! Ég fór með hann í LaSenza fyrir löngu síðan af því að hann var farinn að rakna upp eftir frekar litla notkun og gellurnar í búðinni ákváðu að taka hann og laga. Þær ætluðu svo að hringja þegar hann væri tilbúinn. Eitthvað virðast þær hafa gleymt því og ég sömuleiðis að fara og tjekka á honum. Ég fór í Kringluna í dag til að kaupa það allra nauðsynlegasta.. kók og meira kók og fleira drasl úr bónus, einnig fór ég til hennar Jóhönnu í Símann og keypti hjá henni geðveikan síma, mynd af honum hérna til hliðar Á leiðinni út mundi ég svo eftir brjóstahaldaranum mínum og fór því í LaSenza. Brjóstahaldarinn var tilbúinn (örugglega fyrir löngu síðan) og fyrst ég var nú byrjuð að eyða þá ákvað ég að kaupa tvær hotpants - bleikar og bláar
Svo maður geti nú verið sexy...
Á meðan ég var að versla fékk ég gátlistann sem ég var að vinna til prófs fullbúinn upp í hendurnar og þýðingu á ensku bókinni. Ferlega þægilegt Svo þegar ég var rétt að komast á skrið aftur í lærdómnum komu mamma og pabbi og við fórum út að borða á Brasserie Ask. Takk fyrir mig
Er að hugsa um að halda áfram að læra...
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þóra JENNÝ! nú þarf ég að finna eitthvað til að blogga um :p vesen :p neinei ég hespa þessu af ;)
Guðbjörg Þórunn, 4.5.2006 kl. 19:50
Mikið rosalega er gott að þú ert svona dugleg að drita inn orðum hingað inn. Þetta heldur manni alveg við lærdóminn ;)
Annars, til hamingju með símann, hotpants, kókið og meira kókið...
Bjarni (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 20:37
Þú situr allavega við tölvuna á meðan þú hefur svona mikið að lesa ;)
Takk :)
Þjóðarblómið, 4.5.2006 kl. 20:39
hey ég fór líka í la senza í dag uujj
sigga (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 21:00
Emil Páll bara að hrósa góðri og skemmtilegri síðu.
Emil Páll (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 22:17
Takk fyrir það :)
Þjóðarblómið, 4.5.2006 kl. 23:07
til hamingju með símann! Góður leikur þar á ferð ;) (notendanafn hvað?)
Sólveig Reynisdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 00:25
Æ, þetta er eitthvað.. skil ekki enda hef ég aldrei kommentað án þess að vera skráð inn...
Þjóðarblómið, 5.5.2006 kl. 00:27
vá flottur sími.is!!!!!!
Sigrún, 5.5.2006 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.