Lærdómur hvað?

olver6og7fl_342.jpg

Lærdómurinn gengur.. ekkert of vel en ég kemst þó áfram! Veðrið er að gera mér þvílíkan grikk því það er ýkt mikil sól úti en ekki nógu hlýtt. Ég sé það alveg í hyllingum að setja stól út á svalir og læra bara þar en því miður er kuldinn aðeins of mikill. Ég er samt alvarlega að hugsa um að kíkja í heitu pottana á eftir... Veit ég á að vera að læra.. en sólin er bara of freistandi!! Ég er að hugsa um að láta það eftir mér á eftir.. Brosandi

 Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa meira... er að lesa um íslenskukennslu í skólum og hvort hún samræmist þeim lögum sem gilda um grunnskólana. Ekkert mjög spennandi fyrir þá sem ekki hafa áhuga á þessu þannig að ég ætla ekkert að íþyngja ykkur með einhverju svona rausi...

Ætla bara að setja inn mynd af mér í staðinn fyrir lesefni... kannski kemur eitthvað meira frá mér í dag Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Vá hvað ég þoli ekki gluggaveður!!!

Tinna Rós Steinsdóttir, 4.5.2006 kl. 13:38

2 identicon

Bjarni, commentakóngurinn sjálfur, er mættur.

Sund er alltaf freistandi í góðu veðri. Lærdómurinn gengur heldur ekkert rosalega vel hjá mér þar sem ég þarf að flétta upp svo mörgum orðum í Dönsku tölvuorðabókinni og þar af leiðandi festist ég á netinu af einhverjum ástæðum :/

Gangi þér annars bara vel...

Bjarni (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 13:39

3 identicon

Má ég líka vera svona commentakóngur? eða kannski prins?

Alveg sammála þér með gluggaveðrið, alveg hrillilegt að vinna við tölvu á svona dögum. Væri til í að vera úti að rúnta, synda eða klifra fjöll.

En varðandi íslenskukennslu, hmm, eins og staðan er á menntakerfi Íslands í dag er græt ég. Ég græt metnaðarleysi margra kennara og skóla, ég græt aðstoð og úrræði sumra skóla við börn sem þurfa á stuðningi og hvatningu að halda. En veit þó að þú ætlar að verða góður kennari! hvetja nemendur áfram frekar en að letja þau

krissi (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 13:48

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég veit samt ekki hvort ég vilji yfirleitt verða kennari.. akkúrat í augnablikinu heillar það ekkert voðalega en ég á bara eitt ár eftir og ætla að klára það og sjá svo til...

Af hverju les enginn bloggið mitt sem hefur notið kennslu herra Ásgeirs Erlingssonar?? Svoleiðis vil ég verða en held samt að það sé fjarlægur draumur, að verða svo góður kennari.

Þjóðarblómið, 4.5.2006 kl. 14:05

5 identicon

Einn sá kennari sem hafði mestu áhrif á mig heitir Þorvaldur (Sigurðsson) að mig minnir og kenndi/kennir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Kristján (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 14:14

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Hann er enn að kenna í Fjölbraut en ég er ein af fáum sem hef sloppið við að sitja tíma hjá honum!! hann varð ekki kátur með það þegar hann komst að því :)

Þjóðarblómið, 4.5.2006 kl. 14:25

7 identicon

Það er ekkert sem toppar Gunnar sögukennara eða Svavar þýskukennara

Hlínza (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 14:42

8 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

ég gef ekkert eftir í bloggbransanum sko ;D

Guðbjörg Þórunn, 4.5.2006 kl. 17:51

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Þaðer líka eins gott fyrir þig litlan mín :) Og um að gera að hafa sem flest blogg tileinkuð mér :)

Þjóðarblómið, 4.5.2006 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband