3.5.2006 | 23:19
Hörkuskutla
Dagurinn minn í Keflavíkinni var ótrúlega góður. Ég fór fljótlega upp úr hádegi og var komin um hálf tvö. Ég var búin að fá prinsinn minn lánaðan og eftir að hafa borðað fórum við í göngutúr bara tvö. Við kíktum í vinnuna til hennar Jóhönnu og fórum svo upp á heilsugæslu til mömmu. Þar lenti ég í smá bardaga við Benóný þar sem það þurfti að skipta á honum og það þarf sko að halda honum niðri!! Og hann að sjálfsögðu ekki sáttur og það heyrðist langar leiðir En allt fór þetta nú vel að lokum. Við biðum eftir að amman kláraði vinnuna og vorum samferða henni heim. Hann sofnaði á leiðinni til baka. Við komum heim en ég gleymdi eiginlega að ég ætlaði að stoppa í búðum á leiðinni heim þannig að ég fór aftur út að labba með hann sofandi í grenjandi rigningu
Ég rölti niður í Rafeindatækni og á leiðinni upp Hafnargötuna aftur mundi ég eftir því að keðjan á þríkrossinum mínum er búin að vera slitin síðan síðasta sumar þannig að ég stoppaði í Georg V. Hannah og keypti keðju. Loksins er ég komin með þríkrossinn minn um hálsinn en hann fékk ég í stúdentsgjöf frá Jóhönnu og fósturfjölskyldunni minni. Svo kíkti ég líka við í Mangó. Ég náði að fjárfesta í tveimur bolum og einu pilsi sem er bleikt á litinn. Þess má geta að það er fyrsta bleika fatið sem ég kaupi. Annar bolurinn er svona túttubolur - bundinn í hálsinn og fleginn - og ég veit ekki alveg hvort ég komi til með að nota hann vegna þess að það er ekki hægt að vera í brjóstahaldara í honum og ég er eiginlega ekkert með brjóst... eða jújú.. bara ekki mjög sjáanleg... Ég verð örugglega hörkuskutla í bolnum
Á morgun tekur svo harkan við!! Vakna á góðum tíma fyrir hádegi, drekka næringardrykk (ef ég drullast til að vaska hristimælidótið mitt upp) læra fyrir próf, skipta um á rúminu (er enn ekki búin að því) og þvo þvott þar sem ég er að verða fatalaus... össsssss... ekki gengur það...Ég þarf líka að fara niður í búð og redda laugardeginum...
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ok, eina sem ég get commentað um er...
varstu ekki búin að skipta á fyrir nokkrum dögum síðan?
Bjarni (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 23:31
Nei, ég gleymdi að sækja lakið niður í þvottahús. Gerði það í nótt þegar ég kom heim úr vinnu og nennti ekki að setja utan um tvær sængur og rífa lakið sem er á, af!! En þetta er í vinnslu :)
Þjóðarblómið, 3.5.2006 kl. 23:33
hey þetta minnir mig á að ég þarf líka að fara að skipta á mínu rúmi !! hehehe :D
annars - ég skoða þitt blogg reglulega líka :D hehe , fyndið þetta blog.is - maður fer að lesa blogg hjá fólki sem maður þekkir ekki baun í boru :D hehe !! eins og maður sé einhver stalker hehehe !! nei segi svona :D
hafðu það gott :D
Sigrún, 3.5.2006 kl. 23:36
Sælar, loksins að ég kommenta hérna hjá þér! hehe... Þú ekkert smá dugleg... erteki til í að skipta á mínu rúmi líka :P hihi...
Hafðu það gott! sjáumst svo í sumar ;)
kveðja úr ameríkunni
Bóel Björk
Bóel (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 23:59
Ég held þú sért sú eina sem ég kommenta hjá sem ég hef aldrei séð... En gott að geta minnt fólk á hreinlætið... með að til dæmis skipta á rúmunum... :)
Sömuleiðis Sigrún :)
Þjóðarblómið, 4.5.2006 kl. 00:01
ætla að kommenta við hverja færslu :p
nú eru bara 33 dagar í paradís! vonandi verður þessi tími fljótur að líða :)
obbobb klukkan orðin svona margt! haha úps þarf að drífa mig uppá veg
læt þig vita í dag hvernig gekk í prófinu :)
Guðbjörg Þórunn, 4.5.2006 kl. 08:11
Ekki enn búin að skipta um á rúminu, naumast hvað þú ert löt? En þó ekki því þú ert búin að vera mjög dugleg við að blogga. Held ég hafi litið amk 2x á síðuna þína í gær og fólk er mjög duglegt að commenta hjá þér. Vildi að ég væri svona duglegur að blogga og að fólk commentaði hjá mér.
Efast ekki um að fatakaupin hjá þér sæmi þér vel því þú ert alveg þrusu kroppur.
kveðja,
Krissi (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 10:07
Ég er svo stolt af þér Þóri litli......bleikt fat......ohhh hvað ég er hamingjusöm í hjartanu mínu, og hlakka til að sjá það í veislunni minni :D
Tinna Rós Steinsdóttir, 4.5.2006 kl. 13:37
Það er sko ýkt flott... varð alveg veik þegar ég sá bleika fatið :)
Þjóðarblómið, 4.5.2006 kl. 14:25
Hey ég keypti mér líka hottie pants í gær í Ls senza og meira hottie, er að fara í afmæli á morgun, verð að vera gella!
Guðrún , 5.5.2006 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.