Færsluflokkur: Vinnan
29.10.2006 | 10:48
Með hangandi hendi
Ég er mætt í vinnuna og það er ekki mikið að gera eins og er, enda kannski skiljanlegt þar sem klukkan er bara rétt um 20 mínútur yfir 10. Vonandi verður svona rólegt bara það sem eftir lifir degi. Geðveik bjartsýni í gangi.
Ég fékk tvennar skammir í gær í vinnunni. Önnur þeirra var fyrir tónlistina en það má sko ekki spila hvað sem er hérna. Ég er með fjóra diska sem mega rúlla og án gríns þá held ég að þeir séu ekki fleiri. Safndiskurinn með Cat Stevens er í, Myndir Péturs Kristjánssonar, einhver einn enn og Með hangandi hendi með Ragga Bjarna. Ef ég þarf að hlusta mjög oft á það lag (Með hangandi hendi) mun ég líklega skjóta af mér hausinn *gubb* ég er komin með feitt ógeð á þessu ljóta lagi!! Svo von bráðar megum við byrja að spila jólatónlist. ÆTli ég fái þá ekki bráðum ógeð á henni líka! Nei nei, jólalög eru svo góð fyrir heilsuna :) Sérstaklega arían okkar Jóhönnu
Ég fékk heimsókn frá þeim Háteigsmæðgum í gær. Gerðu sér sérferð hingað uppeftir til að hitta mig. Þær buðu mér svo að koma með í bíó en ég beilaði á öllum vinum mínum í gær - og það án þess að láta vita! Oj hvað ég get verið leiðinleg.
Ég var spurð að því hvernig ég gæti verið svona hress svona eldsnemma á morgnana Góð sturta reddar öllu
Vinnan | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.10.2006 | 13:08
Vaknað við vondan draum
Ég setti myndir inn á síðuna mína í gær. Þær fóru undir Albúmin mín hérna til hægri á síðunni, í aðalvalmyndinni. Þetta eru 13 myndir frá því á Húsasmiðjudjamminu í Golfskálanum í Grafarholti, þar sem bara mín búð var að djamma. Ég tók ekki allar þessar myndir - bara svo það sé á hreinu. Ég sá heldur ekki um að svara í símann minn það kvöld það var í höndum Stebba í timbrinu.
Ég er að fara til Noregs eftir viku. Fer á fund með samferðafólki mínu í dag. Áður en það gerist þarf ég að mæta í STN og fara með bílinn minn á smurstöð. Það nefnilega logar eitthvað ljótt ljós í mælaborðinu. Þarf að komast að því hvað þetta er. Býst samt við að þetta sé tengt bremsunum, eða bremsuvökvanum. Svo er náttúrulega vinna, en ég fæ að mæta seint í hana vegna fundarins. Alltaf gaman að hafa alveg frjálsar hendur í þessari vinnu.
Árshátíðin var æðisleg! Ég tók eitthvað af myndum en þar sem tölvan mín er þroskaheft og myndavélin virðist vera það líka, þá get ég ekki sett þær inn að svo stöddu. Ég elska fólkið sem ég er að vinna með! Alltaf gaman að djamma með þeim. Var meira að segja kölluð 'kynlífskonfekt' eins samstarfsfélaga. Það reyndar tel ég ekki sem hrós - allavega ekki þaðan sem það kom.
Mig dreymdi ekkert smá óþægilegan draum í nótt. Ég veit samt ekki hvort ég hafi þolinmæði til að skrifa hann inn. Þetta er tilraun númer fimm til að klára þetta blogg. En ég skal reyna:
Vinnan | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar