Færsluflokkur: Ölver

Með hangandi hendi

Ég er mætt í vinnuna og það er ekki mikið að gera eins og er, enda kannski skiljanlegt þar sem klukkan er bara rétt um 20 mínútur yfir 10. Vonandi verður svona rólegt bara það sem eftir lifir degi. Geðveik bjartsýni í gangi.

Ég fékk tvennar skammir í gær í vinnunni. Önnur þeirra var fyrir tónlistina en það má sko ekki spila hvað sem er hérna. Ég er með fjóra diska sem mega rúlla og án gríns þá held ég að þeir séu ekki fleiri. Safndiskurinn með Cat Stevens er í, Myndir Péturs Kristjánssonar, einhver einn enn og Með hangandi hendi með Ragga Bjarna. Ef ég þarf að hlusta mjög oft á það lag (Með hangandi hendi) mun ég líklega skjóta af mér hausinn *gubb* ég er komin með feitt ógeð á þessu ljóta lagi!! Svo von bráðar megum við byrja að spila jólatónlist. ÆTli ég fái þá ekki bráðum ógeð á henni líka! Nei nei, jólalög eru svo góð fyrir heilsuna :) Sérstaklega arían okkar Jóhönnu Brosandi

Ég fékk heimsókn frá þeim Háteigsmæðgum í gær. Gerðu sér sérferð hingað uppeftir til að hitta mig. Þær buðu mér svo að koma með í bíó en ég beilaði á öllum vinum mínum í gær - og það án þess að láta vita! Oj hvað ég get verið leiðinleg.

Ég var spurð að því hvernig ég gæti verið svona hress svona eldsnemma á morgnana Brosandi Góð sturta reddar öllu Glottandi


shortari

Ég fæ ekki eins langt frí og ég gerði ráð fyrir um helgina - það er eitthvað vesen hjá stelpunni sem á að leysa mig af og hún þarf víst að fara heim á laugardagskvöldinu. Þá er ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að mæta hingað uppeftir um nóttina bara. Það samt eiginlega skemmir soldið plönin mín :-/ en það verður bara að hafa það - reyni að láta þetta hafa sem minnst áhrif ;) 

Af hverju getur fólk ekki bara spurð eða beðið um hlutina í stað þess að fara í kringum þá eins og köttur í kringum heitan graut? Ég þoli ekki þegar fólk vill eitthvað en getur ekki sagt það heldur ýjar að því þangað til maður gefst upp á vandræðaganginum og bíður þeim það sem þau eru að biðja um!!

Ég kveikti á tölvunni minni í morgun og kíkti á msn-ið og fannst frekar skrítið að sjá Jón Bjarna (vin hans Fiffa) á msn og hvað þá að hann væri merktur vinnunni því ég var svo viss um að það væri laugardagur í dag!! 

Ég er að hugsa um að leggja mig smástund.. ég er nefnilega á næturvakt í nótt og fæ ekki útsof í fyrramálið því það er skiptidagur. Þarf að vakna og þrífa eins og allir hinir kl. 8 í fyrramálið :-/ Annar veisludagurinn í röð sem ég er á næturvakt og annað útsofið mitt í röð sem fer fyrir lítið!!  


ónýtur dagur

Viðburðarríkur dagur að baki. Æ ég segi það nú kannski ekki en samt.. gerðist allavega eitthvað smá. Ég skrapp í Borgarnes í annað sinn á þremur dögum og keypti það sem mig vantar fyrir helgina. Hef svo lítinn tíma frá því ég losna heðan og þangað til brúðkaupið byrjar. Tíminn sem ég hef heima fer í háreyðingu, sturtu, fegrunaraðgerðir og kannski að strauja pilsið mitt.. Fer eftir því hvort straujárnseigandinn muni eftir því að hann var búinn að leyfa mér að nota straujárnið sitt - kemur i ljós.. annars mæti ég bara í krumpuðu pilsi :) Hverjum er ekki sama :)

Ég fór sem sagt í Borgarnes til að kaupa:

  • skartgripi þar sem ég á eiginlega ekkert í stíl og fann svoleiðis í Kristý.
  • maskara þar sem minn er ónýtur
  • gloss af því að mig langaði í nýtt
  • yfirborðsnaglaþjöl - af því að neglurnar mínar eru ógeð
  • og síðast en ekki síst kók því ég er alveg að verða búin með lagerinn.. þarf það nú ekkert sérstaklega fyrir laugardaginn neitt en better be safe than sorry :)

Ég elska þessa uppfinningu sem þráðlaust net er. Ef ég hefði ekki netið til að hanga á þá myndi ég eyða öllum fríum í að sofa sem er ekki vinsælt því þá sef ég illa í nóttinni. Ef ég les þá sofna ég oftast og ég sofna alltaf yfir sjónvarpinu. Tölvan mín er sem sagt eini bjargvætturinn minn frá svefninum ógurlega :) 

Ég er samt orðin ofurþreytt og verð sennilega hundleiðinlegur gestur hjá Frikka þarnæstu helgi. En það verður bara að hafa það.

ALMÁTTUGUR MINN!! éG ER EKKI BÚIN AÐ FARA Í STURTU Í DAG!!! Ji minn einasti eini!!! Trúi þessu ekki! Steingleymdi því :-/ Nú er dagurinn ónýtur!! kemst ekki núna.. börnin eru í heita pottinum/sturtu :-/ Drasl í bala!!


Neistaflug

_d6lver_20_b406_207_flokkur_20012.jpg

7. flokkur farinn og sá áttundi mættur á svæðið. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð fegin að sjá á eftir þeim í morgun. Það er ekki að spyrja að því - sólin eltir prestsfrúna í Keflavík hvert sem hún fer. Daginn sem hún átti að koma uppeftir kom sólin og var hjá okkur alla vikuna. Og sólin fylgdi henni eiginlega í burtu líka. Það var ekki nógu bjart/mikil sól fyrir sólbað í dag. Myndin er tekin í gönguferð að Stóra steini í byrjun síðasta flokks og hún er af mér, Sólveigu og Örnu.

Stelpurnar sem komu í dag eru hrikalega litlar, þær yngstu 5 ára að verða 6 og þær elstu að verða 9 ára. En þetta er bara fjögurra daga flokkur þannig að það er allt í lagi. Er nú þegar búin að hitta eina með heimþrá en það fór þegar ég byrjaði að tala um eyrnalokkana hennar. 

Dagurinn í dag hefur samt ekki verið neitt voðalega góður. Ég var á næturvakt í nótt og síðasta barnið sofnaði rétt um 2 og af því að í dag var skiptidagur þá þurfti ég að vakna kl. 8 eins og hinir. Finnst ekkert að því þannig lagað og auðvitað tek ég þátt í þrifunum en ég vaknaði með dúndrandi mígreni í morgun og er búin að vera að deyja í allan dag. Ég lagði mig eftir að stelpurnar voru farnar en það hjálpaði ekkert til og þurfti að fara í Borgarnes til að kaupa mér eyrnalokka - ég er nefnilega búin að týna öðrum helmingnum úr báðum pörunum sem ég er með hérna.  Sólveig fór með mér og við stoppuðum svo á Mótel Venus til að borða. En þvílík vonbrigði - það voru bara pizzur í boði í dag, ekki fiskurinn þannig að við pöntuðum hvítlauksbrauð sem var ekki hvítlauksbrauð heldur eitthvað annað :-/ Það var ekki einu sinni hvítlauksbragð af þessu!!

Verslunarmannahelgin mín er ákveðin! Ég pantaði mér flug austur og fer á Neistaflug á Neskaupstað. Ég verð hjá Frikka yfir helgina :) Hann er búinn að lofa mér mikilli skemmtun og gleði :) Eins gott hann standi við það :) Ég verð hjá honum frá föstudeginum og fram að mánudagskvöldi minnir mig. Svo hef ég einn og hálfan dag í bænum áður en ég kem aftur hingað uppeftir í síðasta flokkinn.  Þetta fer nú samt alveg að verða búið :) 


brunarústir

Sólin heiðraði okkur heldur betur með nærveru sinni í dag!! Ég var í gönguferðarfríi í dag og lét renna í pottinn fyrir mig. Sat þar ein í góðan hálftíma og naut sólarinnar. Guðbjörg ráðskona kom svo til mín og Írena líka.. en hún kom samt ekki ofan í. Sem var kannski eins gott því ísbíllinn mætti á svæðið og hún þurfti að taka á móti ísnum. Við Guðbjörg fengum svo ís í pottinn :) mmmm twister er bestur! Ég var búin í fríinu kl. 3 og fór þá á móti stelpunum í gönguferðinni og mætti þeim á miðri leið og gekk bara til baka með fyrsta hollinu. Við tók tími sólbaða og enn meiri sólbaða.. enda ber ég þess merki að hafa verið mikið í sólinni í dag. Ég er brunnin á nebbanum og í kinnunum, á bringunni og aðeins á öxlunum. Það verður orðið ágætt á morgun því þá tekur við meira sólbað :) 

Ég var með linsur í dag til að fá ekki gleraugnafar.. það er mest nördalegt í heimi - það er nú samt ekkert svo merkilegt.. er alveg með þær stundum.. nema hvað að þegar ég er að taka þær úr rifnar linsan sem er í vinstra auganu og annar helmingur hennar er ENNÞÁ  inni í auganu og böggar mig ekkert lítið!! *pirr* og ég næ henni ekki.. Mig svíður í augað og þetta er ekki gott.

Ljóta verslunarmannahelgi!! Alveg bögg - ég veit ekkert hvað eg á að gera!!  Enda örugglega á því að gera ekki rass í bala!! en það verður bara að koma í ljós... 

Ætla að fara að koma mér í svefninn.. allar stelpurnar löngu sofnaðar.. ég er á næturvakt.. en maður hangir endalaust í tölvunni. En ef ég hefði hana ekki væri ég samt pottþétt enn vakadi - bara með bók í hönd..  


aðhlátursefni

olver6og7fl_342_37907.jpg

Þvílíkir leiksigrar sem ég vann í gær! Ég hef ekki leikið í leikritum á veislukvöldum síðan 2000 ef frá er talið leikritið þar sem ég stóð uppi á borði í bikiníinu einu fata og ætlaði að synda í tjörninni - en það reyndar átti sér stað alveg 8 sinnum í fyrrasumar. En í gær lék ég í öllum atriðunum, svei mér þá, við mikla kátínu stelpnanna. Þetta var mjög gaman þótt ég vildi helst sleppa við allt svona. En það er ágætt að missa sig alveg í gleðinni eitt og eitt kvöld. 

Ég fór með rútunni í morgun og stoppaði alveg heila þrjá tíma í bænum. Þeir reyndar fóru ekki alveg í súginn - foreldrar Magneu skutluðu mér heim og ég fór í sturtu, henti mygluðu mjólkinni og lagði mig smá yfir Cinderella Story. Mamma kom svo heim og við fórum saman á Kentucky í Skeifunni og vesenuðumst aðeins saman - ég keypti linsur og kók og eitthvað. Það var ótrúlega gott að hitta mömmu - frábært að hún skyldi þurfa að vera í bænum akkúrat í dag :) Mamma skutlaði mér svo á Holtaveginn og þar hitti ég Gulluna mína! Það var æði! Þessi vika verður snilld - vantar bara að Iðunn sé hérna og þá værum við allar sameinaðar síðan í fyrra :)

Lífið hérna er svo takmarkað að ég hef eiginlega bara ekkert að skrifa um. Forstöðukonan sem var hérna í síðasta flokki var æðisleg! Ég er svo ánægð með hana og hvernig hún stjórnaði hlutunum hérna. Hún er kennari og örugglega alveg frábær sem slíkur. Svona langar mig að verða - geðveikur kennari sem virðing er borin fyrir.

Írena Rut kom hlæjandi inn í herbergið mitt og kallaði mig nörda og síðan hló hún ennþá meira þegar hún sá undirhökuna mína.  Hún sagði að ég væri með feita undirhöku!! Það er bara eitthvað alltaf verið að hlæja að mér.. skil ekkert í þessu. Gott að geta skemmt öðrum og hafa þar með einhvern tilgang í þessum heimi :)


Sambúðarslit

Gulla og Þóra i náttfatapartýi

Mér finnst vera að mér vegið hér í Ölveri og því fór ég fram á sambúðarslit. Það er sem sagt sambúð mín og Írenu sem ég fór fram á að yrði slitið vegna þess að hún er farin að vera ýkt vond við mig. Hún er það samt ekkert í alvörunni - hún er bara að stríða mér. Sambúðinni var slitið í nótt - hún fór á Akranes í frí og mér leiddist ýkt mikið þegar ég var að fara að sofa. Enginn til að tala við og enginn til að eiga síðasta orðið við. En hún stytti mér stundir með því að senda mér sms rétt áður en við fórum að sofa hvor á sínum staðnum. Ég reyndar svaf í alla nótt sem hefur ekki gerst í fáránlega langan tíma - en ég vil nú ekki skrifa það á að hún var ekki hjá mér. Ég er greinilega bara orðin nógu þreytt núna. Ég dró til baka ósk mína um sambúðarslit og fékk það alveg í gegn... Enda hefði ég sennilega þurft að sofa úti á Axelsverkstæði ef ég hefði í alvöru viljað það. Ég reyndar þarf að sofa niðri í Birkiveri í nótt því ég er á næturvakt og ég veit ekki hvort Írena komi uppeftir í kvöld eða á morgun. En við verðum sameinaðar á ný annað kvöld hvort sem hún kemur uppeftir í kvöld eða á morgun.

Annars gengur bara allt sinn vanagang. Ég er búin að vera alveg viss um það í allan dag að það sé föstudagur en ekki laugardagur og varð mjög glöð þegar ég fattaði að við eigum bara tvo daga eftir af þessum flokki en ekki þrjá eins og ég hélt. Á eftir er náttfatapartý sem verður án efa mjög skemmtilegt. Í kvöld er svo önnur næturvaktin mín í þessum flokki og þær verða vonandi mjög fljótar að sofna. 

Af því að ég get bloggað eins og ég vil núna hef ég akkúrat ekkert merkilegt að segja. Á þriðjudaginn kemur nýr flokkur og það gæti verið að ég þyrfti að fara í bæinn með rútunni og uppeftir aftur. Þá verð ég bíllaus og það er bara eitt af því sem ég kann ekki í Reykjavík. Það er ekkert mál í Keflavík en aðeins meira mál fyrir mig - Keflvíkinginn - í borginni. 

Mamma og pabbi, ég veit þið lesið þetta. Þegar þið farið heim til mín og sækið póstinn minn, viljið þið þá henda mjólkinni úr ísskápnum? Ég nefnilega steingleymdi því áður en ég fór :-/ Póstkassalykillinn er í bókahillunni - næstefstu eða efstu hillunni :)  

Ætla að láta þetta gott heita og drekka kókið mitt :) 


nútímavæðing

Við erum loksins orðnar nettengdar hérna í Ölveri. Það hefur tekið tímann sinn að fá þetta í gagnið – forstöðukonan okkar núna sá til þess að þetta yrði gert. Nettengingin virkar samt ekki í þessum skrifuðu orðum en því verður kippt í liðinn von bráðar eða skömmu síðar.

 Flokkurinn gengur ágætlega, það eru 33 stelpur hérna, tvö börn forstöðukonu og tveir matvinnungar. Mér líkar það reyndar mjög vel. Það er ótrúlega gaman að sjá 13 og 15 ára stelpur sem voru fyrsta sumarið mitt 1999 koma hingað og vera orðnar starfsmenn. Mér finnst það frábært. Önnur þeirra var að verða 6 ára þegar hún kom fyrst og hún er matvinnungur núna og stendur sig frábærlega.

Þetta net er dintóttara en andskotinn, svei mér þá. Það dettur inn þegar því hentar og er bara með endalaus leiðindi. Ég komst inn í svona fimm mínútur í hádeginu en síðan ekki söguna meir. Alveg böggandi dót. Náði náttúrulega ekki að henda inn hluta af þessari færslu á þessum mínútum sem ég datt inn í hádeginu. Vona að þetta gerist bráðum. Það er gaman að geta bloggað án þess að þurfa að keyra í tíu mínútur til þess. Ekki það að ég hafi margt að segja en hey – maður verður að láta heiminn vita að maður sé á lífi.

Hausinn er búinn að vera að drepa mig bæði í gær og í dag. Í gær var ég svo veik að ég ældi og var þar af leiðandi send inn að sofa í staðinn fyrir að fara í gönguferð. Ég vil ekki vera með meira vesen og ætla að leggja mig á eftir. Ég er í fríi núna og ætla að nota hluta af því í svefn. Ég sef enn mjög illa á næturnar og ætla að reyna að halda mér vakandi á daginn til að athuga hvort ég sofi betur, en dagurinn í dag er undantekningin, útaf mígreninu. 

Annars hef ég fátt annað að segja í bili. Hér gerist afskaplega fátt annað en daglega rútínan. Flestir vinir mínir eru sumarbúðavanir og kunna þetta allt saman og því nenni ég ekki að segja hvernig dagurinn er hérna. Ekki núna allavega.

Hafið það gott - þangað til næst :) 


Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband