Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

What Would Jesus Do?

tatto-oxlSíðustu helgi eyddi ég á besta stað í heimi, eða uppi í Ölveri. Þangað fór ég til að verða leiðari á Nýársnámskeiði hjá KSS. Þetta var mjög ánægjulegt og þakka ég kærlega fyrir boðið. Umræðurnar eru mislifandi svona í morgunsárið og á laugardagsmorgninum var meira líf í umræðunum heldur en á sunnudeginum. Guðni Már sá um ræðuna á laugardeginum og hann er mikill sögumaður og segir mikið af skemmtilegum sögum og þess vegna er auðvelt að muna það sem hann segir og vitna í það. Hann talaði til dæmis um What Would Jesus Do? og að við þyrftum að líta á heiminn með augum Jesú, gráta þegar hann myndi gráta og lifa eins og hann myndi lifa. Í biblíuleshópnum mínum ræddum við það einmitt að ef við gætum haft What Would Jesus Do? að leiðarljósi í einu af hverjum tíu skiptum sem við þyrftum að taka einhverjar ákvarðanir, þá værum við í góðum málum! Svo getur skiptunum sem við munum eftir What Would Jesus Do? bara fjölgað og þá erum við í enn betri málum. 

Skólinn byrjar á fullu í næstu viku og ég er full tilhlökkunar. Það verður soldið mikið að gera en ég trúi því að með réttu skipulagi takist mér þetta og meira að segja mjög vel. Vinnan við lokaritgerðina er hafin og það er bara upphafið á endinum - eða skólagöngunni minni! Ég er með dagbókina í tölvunni opna á hverjum degi, til að gleyma engu og til að geta fylgst með og bætt inn í skipulagið. Ef þetta á að takast þá verður skipulagið að vera í lagi. Ég sé fram á útskrift í sumar, ræddi heillengi við námsráðgjafann i skólanum mínum í gær og saman komumst við að því að mér ætti að takast þetta. Ég þarf bara að muna að sækja um að taka endurtektarpróf fyrir maíbyrjun.

Ég er mikið farin að spá í lífinu eftir útskrift. Ég hef svo innilega enga hugmynd um hvað mig langar að gera og hvar á landinu mig langar að gera það. Ég hef þróað með mér einhvers konar ofnæmi fyrir vatninu hérna í Reykjavík (kíslinu það er að segja) og þar sem ég geri ekkert skemmtilegra en að fara í sturtu þá býst ég ekki við að eiga mikla framtíð í Reykjavík. En það kemur samt allt í ljós þegar líður að sumri. Ef ég næ að útskrifast þarf ég að flytja héðan fyrir 18.ágúst og þá væntanlega vera búin að finna mér eitthvað annað. Síðustu helgi bauðst mér reyndar ein íbúð sem losnar í sumar, og ég ætla að skoða það nánar. Á sama tíma buðust mér tvö störf á sömu stofnuninni.

Þetta kemur allt í ljós!! 


'Litla' systir!

img_0310.jpg

Eftir klukkutíma verður 'litla' systir mín jafngömul mér og eins og á hverju ári verðum við jafngamlar í 26 daga Smile Ásta á sem sagt afmæli á eftir - þann 23. nóvember. Ég set litla innan ' ' vegna þess að hún hefur verið stærri en ég sko nánast síðan hún var tveggja ára og ég þriggja. Alltaf verið töluvert hærri í loftinu en ég og það er það stutt á milli okkar að erfitt hefur verið að greina hvor okkar sé eldri. Ég held að flestir giski ennþá á að hún sé eldri systirin. En ég er nú svo sem löngu orðin vön því. Til hamingju með afmælið Ásta mín. Ég á ekki mynd af Ástu - bara afsprenginu hennar. Þá fáið þið bara að sjá hann Smile

Annars er fátt að frétta. Skólinn algerlega á fullu, fullt af verkefnum  sem þarf að skila áður en prófatörnin hefst. Vinnan tekur líka alveg dágóðan tíma af lífinu mínu en hún er aftur orðin skemmtileg þannig að það er alveg í lagi. Hlakka til að vinna helgina - fæ uppáhaldskassastarfsmennina mína og það verður æði Wink

Einkalífið er bara ekki til þessa dagana. Ég er að heiman rúmlega 12 tíma á dag og íbúðin mín ber þess alveg merki Blush Þannig er þetta bara og þessi brjálaði tími tekur bráðum enda. 

Annars verður þetta ekki mikið lengra að sinni - vildi bara blogga eina færslu í tilefni afmælis Ástu Smile

Til hamingju með afmælið aftur Ásta mín. 

[viðbætur 23.11]

Einnig á afmæli í dag litla frænka mín hún Margrét Þurý. Hún er tveggja ára lítið kraftaverk, fæddist rétt tæpum þremur mánuðum fyrir tímann fyrir tveimur árum. Mikið hefur verið lagt á lítinn kropp en hún er dugleg og sterk. Til hamingju með prinsessuna Diddís mín. 


Prinsessan ég!

Ég er orðin svo þreytt, svo ótrúlega þreytt. Auðvitað má kenna miklu álagi þar um og hverjum er það öðrum að kenna en sjálfri mér? Engum en það breytir því samt ekki að þegar maður er á annað borð búinn að koma sér í eitthvað er oft frekar erfitt - og stundum alveg ómögulegt - að breyta því. Eins og staðan er í vinnunni núna er engan veginn hægt að fá frí og ég nýðist ekki á þeim sem fyrir eru því þær vinna svo ógeðslega mikið alla daga! Framundan er vinnuhelgi hjá mér, leikhúsferð í kvöld og afmæli hjá Berglindi. Annað kvöld er KSF-fundur, er að hugsa um að skreppa í ljós áður en hann byrjar og svo Jól í Skókassa á Holtaveginum. Sunnudagurinn er vinna og svo æskulýðsfélag um kvöldið. Í gær fór ég út að borða með Hjallakirkju, fékk heimsókn í gærkvöldi og eyddi svo nóttinni á klósettinu. Held ég hafi fengið vott af matareitrun Crying Ógeðslega er vont að æla!! Þoli það ekki!! Svo er ein vika eftir í vettvangsnámi og svo helgarfrí!! Svo bara venjulegur skóli! Og stutt í próf. Úff!!

Ég segi það ekki nógu oft en ég á bestu foreldra í heiminum! Á meðan ég var í Noregi setti pabbi minn  vetrardekk undir bílinn minn. Þegar ég fór svo að keyra hann eftir að ég kom heim veitti ég því athygli að það var komið undarlegt hljóð í hann. Ég sjúkdómsgreindi hann sem svo að bremsurnar væru alveg að verða búnar og mikið rétt! Hann var alveg að verða bremsulaus. Ég þrjóskaðist við, fór á honum til Reykjavíkur og í skólann á þriðjudagsmorguninn. Hávaðinn í bremsudiskunum var orðinn frekar mikill og bremsurnar mikið slappar. Ég ákvað að þora ekki á honum í vinnuna og var því sótt. Takk Bjössi minn Kissing Svo skutlaði Siggi minn mér heim KissingMamma og pabbi komu í bæinn og sóttu bílinn minn og fóru með hann á verkstæði á miðvikudagsmorguninn. Þá var foreldradagur í skólanum og við þurftum því ekki að mæta. Spjallaði við yfirmann minn á msn af því að Bjössi vildi ekki sækja mig, það vantaði mjög marga og ég bauðst til að mæta fyrir eitt gegn því að ég yrði sótt. Ekkert mál Smile Svo rétt fyrir lokun komu mamma og pabbi með bílinn minn til mín!! Þá hafði pabbi farið einu sinni til Reykjavíkur fyrr um daginn til að sækja varahluti í bílinn minn!! Þau meira að segja borguðu viðgerðina og varahlutina - en fá það til baka smátt og smátt! Takk mamma og pabbi Kissing

Ég er uppi í skóla núna, er að bíða eftir einni bekkjarsystur minni sem ætlar að hjálpa mér með eitt verkefni. Ég er nefnilega soldið að reyna að klóra í bakkann... er ekki tilbúin til að gefast upp. Ég er ekki alveg að standa mig sem skyldi í HÍ-áfanganum... en eygi  smá von að ná honum þrátt fyrir allt. ÆTla að hlusta á fyrirlestrana kennarans núna - mér til skemmtunar.

 


Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband