21.12.2009 | 00:24
Endurvakning
Nú veit ég ekkert hversu margir muna eftir þessari slóð en einhverjir ættu að vera með mig sem bloggvin og sjá þá kannski að ég sé búin að blogga á þessu svæði.
Ég fékk allt í einu einhverja brjálaða þörf fyrir að tjá mig... sem er ótrúlega merkilegt þar sem ég hef yfirleitt ekkert að segja!
Ég átti afmæli í gær (laugardag) og er orðin 28 ára. Ég einhvern veginn ímyndaði mér að þegar ég yrði *svona gömul* þá hefði ég kannski afrekað eitthvað meira í lífinu heldur en ég hef þegar gert. En það hlýtur nú að rætast úr því áður en langt um líður.
Ég hef mikið verið að lesa undanfarið og reyndar alveg óvenjumikið núna. Ég kaupi flestar þær bækur sem mig langar í en yfirleitt þegar þær eru komnar í kilju. Það er svo miklu auðveldara að halda á þeim fyrir sjóndapurt fólk eins og mig (ég les ekki með gleraugun þegar ég ligg í rúminu) og miklu léttari að ferðast með (ég tek bækurnar alltaf með mér í vinnuna og les í kaffitímum). Um daginn las ég Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af honum og bókin stóðst alveg væntingar. Ég er núna í þríleiknum um fólkið á Neshov, Berlínaraspirnar, Kuðungakrabbarnir og Á grænum grundum eftir einhverja norska gellu.Þær eru ágætar. Ég er alveg að verða búin með bók númer tvö ætla að vinda mér í síðustu bókina eftir að ég verð búin að lesa bækurnar sem ég ÆTLA að fá í jólagjöf. Ég er líka að lesa Ódáðahraun eftir Stefán Mána og hún kom mér á óvart. Ég las nefnilega Skipið eftir hann og líkaði hún ekki, fannst hún hreint rugl en Ódáðahraun er mjög góð, allavega enn sem komið er.
Á morgun ætla ég að skreppa á Stakkaborg og kíkja á gömlu vinnufélagana og krakkana mína. Ég sakna þeirra enn alveg ótrúlega mikið og hlakka mikið til að hitta þau og fá knús frá litlu grísunum mínum.
Er þetta ekki komið gott svona í fyrstu færslu eftir langt hlé?
Takk fyrir mig :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 19:04
Boot Camp hommar
123.is síðan mín er með einhverja stæla og vill ekki leyfa mér að birta blogg hjá sér þá ákvað ég að nýta bara þetta blogg á meðan. Alltaf gott að vera með mörg blogg - ef eitt skyldi nú klikka þá er ágætt að eiga varakost.
Þetta var sem sagt skrifað í gær en ég er búin að breyta einhverju samt:
Hvað er það að láta mig hlaupa 5.6 fokking kílómetra á einni æfingu?!?! Við byrjuðum æfinguna á að skokka rólega Latabæjarhringinn (um einn kílómetri) og svo áttum við að hlaupa tvo 2.3 km. hringi í Laugardalnum. Tveir þannig hringir ættu að taka um 20 mínútur ef maður er í góðu formi. Það þarf nú varla að taka fram að ég er ekki í góðu hlaupaformi. Ég gat í fyrsta sinn hlaupið Latabæjarhringinn án þess að stoppa en hinir hringirnir voru ekki eins auðveldir. Ég ætla ekki að segja tímann minn en þið getið ímyndað ykkur hvernig mér gekk miðað við það að þegar ég var næstum því búin að klára fyrri hringinn minn kláraði fyrsti gaurinn seinni hringinn sinn!! Og eins og ávallt þá var ég síðust!! Man hvað það er niðurdrepandi til lengdar!
Ég fékk póstkort frá Tinnu minni í gær og það gladdi mig mjög. Það er rétt um mánuður í heimkomu hennar!
Ég fékk líka annað bréf í gær sem sagði mér að ég væri komin inn í Meistaranámið í Kennaraháskólanum. Ég er ótrúlega glöð og hlakka til að byrja í haust. Planið fyrir haustið er þá einhvern veginn svona: 100% fjarnám í M.Ed-námi, 100% vinna á leikskólanum, önnur hvor helgi í Húsasmiðjunni, einu sinni í viku í Hjallakirkju, þrisvar í viku í Boot Camp, einu sinni í viku stjórnarfundur KSF og svo annað sem til fellur. Það verður spennandi að sjá hvort ég lifi fram að jólum!
Jóhannan mín á afmæli í dag, er 27 ára gömul. Og í næstu viku verður Egill Björgvin, sonur hennar, eins árs! Hrikalega sem tíminn líður hratt. Kvöldin mín í vikunni eru öll fullbókuð og sum tví- og þríbókuð. Svo er helgin framundan og ég hlakka til hennar, verður fínt að fá smá frí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 14:35
Meira nýtt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 22:31
123.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 01:13
Hafnargatan
Ég tók nokkrar myndir af garðinum heima og húsbílnum þeirra mömmu og pabba sem ég lofaði pabba að færu á netið. Ég er örugglega ein af þeim sem tek hvað minnst eftir umhverfinu í kringum mig því ég tók ekki eftir neinni breytingu í garðinum heima þegar pabbi var búinn að setja upp grind að pallinum. Ég tók heldur ekki eftir því þegar búið var að skipta um bílskúrshurð og klæða bílskúrinn að utan. Ég tók reyndar eftir því þegar hann byrjaði að helluleggja því ég hjálpaði til við að bera hellurnar inn í garð utan af götu.
Húsbíllinn þeirra sem áður gegndi hlutverki sjúkrabíls. Á síðustu vikum er hann búinn að fara með þeim hringinn í kringum landið.
Grindverkið og nýja blómabeðið. Mamma og pabbi eru búin að fara margar ferðir út í Hafnarfjarðarhraun og út á Reykjanes til að sækja grjót í beðið. Þarna má sjá afraskturinn og nokkur rósatré.
Hérna sést aðeins betur hvernig þetta lítur út.
Hérna er eitt af trjánum með blómstrandi rós.
Horft út að götunni. Einu sinni voru þessir runnar bara litlar hríslur frá Alþýðubandalaginu. Held við höfum fengið þær gefins árið 1996 eða eitthvað.
Að lokum er svo mynd af bílskúrnum sem pabbi klæddi og pallinum sem hann smíðaði fyrir tveimur eða þremur árum.
Annars átti ég alveg ofsalega góðan dag í dag. Ég hitti Jóhönnu og Egil Björgvin í mat í hádeginu og fór svo og fékk prinsinn minn lánaðan. Við eyddum heilum degi saman og skemmtum okkur kongunglega við að hoppa í pollum og róla og vega. Á meðan hann svaf nýtti ég tækifærið og heimsótti Jóhönnu og Egil Björgvin aðeins aftur og fékk að spjalla smá við prinsinn á meðan mamma hans var að taka sig til. Við Benóný fengum okkur svo að borða í bakaríinu, kíktum í búðarglugga og fórum á bókasafnið til að skoða bækur. Við heimsóttum auðvitað afa og ömmu og skemmtum okkur rosalega vel saman Hann er algjört æði og farinn að spjalla alveg heilmikið þótt ég skilji ekki helminginn af því. En ég skil 'Tóta', 'amma', ava', 'áá' og 'gobbigobb'
Ég nenni ekki meir í bili, lofaði pabba að ég setti þetta á netið. Ætla að fara að lesa 'Viltu vinna milljarð'
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar