Aldrei meir...!

IMG_1328Þriðji fríflokkurinn minn byrjaði í dag og hann stendur yfir þangað til á föstudaginn. Þátttakendur í honum eru 5 að verða 6 ára og upp í 9 ára og dvelja í Ölveri í fjóra daga - sem er alveg feikinóg fyrir flestar af þeim yngri. Þó eru nokkrar eldri stelpur sem eiga erfitt með svona stuttan tíma, en það er auðveldara að díla við þær. Á föstudaginn byrjar unglingaflokkur og það verður svo gaman Smile ég þekki mjög margar sem eru að koma og við ætlum að bralla margt saman! Ég hlakka mjög til.

Ég er að vinna í að undirbúa mig fyrir veturinn. Þarf að fara með útskriftargögnin mín upp í skóla svo ég fái B.Ed-gráðuna mína metna eitthvað upp í leikskólakennarann. Svo ætla ég að heimsækja leikskólann (sem verður bráðum leikskólinn minn) og fá hjá þeim námskrána og byrja að kynna mér starfið þarna. Eftir unglingaflokk er svo kaffisala Ölvers og svo byrjar víst fjarnámið. Ég nenni reyndar ekki í fyrsta daginn, þá er einhver ratleikur og ég er búin að fara í hann einu sinni. Finnst alger óþarfi að endurtaka hann. En samt kannski ágætt svo ég kynnist einhverjum. Það getur samt ekki verið að ég þurfi að taka marga áfanga á fyrsta árinu. Ohh glatað!

IMG_1429Ég er að vinna í að gera heimilið mitt fínt. Það gengur ágætlega. Búin að færa ferðatöskuna af miðju gólfinu og ætla svo að sækja íþróttatösku heim til mömmu og pabba. Nenni ekki þessu ferðatöskurugli, tek alltaf of mikið með mér Errm Bróðir minn er að koma með sjónvarp til mín, hann og Kitta ætla ða lána mér annað af þeim sem þau eiga. Þau segjast ekki þurfa tvö þannig að ég fæ eitt Smile Búin að vera sjónvarpslaus síðan í febrúar. Ég keypti mér sængurver um daginn, blár kærleiksbjörn á bláum grunni og auðvitað keypti ég líka blátt lak. Myndin er af sænginni minni fínu Smile Hillan mín nýja er rosa flott hérna inni og já.. um leið og ég verð hætt að flytja svona endalaust á milli og get losað mig við ferðatöskuna af stofugólfinu og fatastaflana af sófanum.

Mig langar svo í tattoo. Ég veit ekkert af hverju eða hvar en mig langar í tattoo. Ásta skilur það ekki alveg. Held ég sé búin að finna staðinn og jafnvel myndina. Fékk hugljómun þegar Jói var hjá mér.

Ég ætla að hætta þessu rausi og bíða eftir að þvottavélin klárist svo ég geti farið heim til mömmu. 

Ég fékk loksins harry potter bókina mína og er búin með hana. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Loksins er komin closure og allt farið að meika svo mikið sense!! En það var sárt að lesa síðustu blaðsíðurnar vitandi að það yrðu aldrei skrifaðar fleiri bækur um hann mr. P! Crying


Deildarstjóri

Ég er komin með vinnu fyrir næsta vetur!!

Ég verð deildarstjóri á yngstu deildinni á leikskólanum Stakkaborg!! 

Hlakka alveg ótrúlega til að byrja!

Vildi bara deila þessu með ykkur  Smile


Ævintýraflokkur

IMG_1029Kristbjörg mín er orðin þreytt á að lesa blogg um sig þannig að ég ákvað að bæta aðeins úr því fyrir hana. Það svo sem gerist ekki neitt mikið hérna þannig. Ævintýraflokkur kom hingað í gær og ég þekki mjög margar úr þessum hópi. Ég "á" meðal annars nokkur börn en þær eru allar í mismunandi herbergjum og því gat ég ekki verið bænakonan þeirra allra. Ég er bænakona í Skógarveri en þar er einmitt eitt barnanna "minna".

Í dag kom Guðmundur Karl hingað með veltibílinn góða. Hann er búinn að taka rúnt í hinar sumarbúðirnar og átti bara eftir að koma til okkar. Stelpurnar voru mjög ánægðar með þetta uppátæki en þær fengu allar að fara nokkrar ferðir í bílnum. Hann kom svo inn og hjálpaði mér með nýja fína símann minn. Síminn minn sem sagt dó á pottavakt um daginn og núna er ég komin með nýjan og hann var að hjálpa mér aðeins til að geta sett flottu hringinguna mína í. Ég reyndar finn ekki Rúdolf með rauða trýnið en er í staðinn komin með Eldinn hans Friðriks Ómars sem hann var með í íslensku júróvisíon keppninni. Svo náði ég mér líka í lagið Gaggó Vest með Heitum lummum. Það er alger snilld!

Núna er hæfileikakeppni í gangi og ég er í kvöldvökufríi. Það er voða ágætt, en finnst samt smá leiðinlegt að missa af henni en auðvitað get ég sleppt kvöldvökufríinu mínu og horft en mig langaði frekar að horfa á Bring it on og núna er Kristbjörg komin til að halda mér félagsskap.

Mamma og pabbi kiktu á mig í dag. Þau eru eitthvað að ferðast á sjúkrabílnum (húsbílnum þeirra) og vita ekkert hvert þau ætla að fara. Bara eitthvað út í buskann þar sem veðrið er gott. Ásta er að spá í að koma með Benóný hingað á morgun og vera hjá okkur allan daginn, njóta þess að hafa 43 barnapíur og fylgjast með starfinu hérna.

Annars er þetta komið gott í bili held ég. Reyni að birta þetta sem fyrst. Tengingin er eitthvað stríða mér núna.



Rigningatíð

Hér í Ölveri er allt við það sama, það rignir eins og ég veit ekki hvað. Það er reyndar mjög gott að rigningin skuli loksins heiðra okkur með nærveru sinni, ekki gott að verða vatnslaus. Við erum búnar að prófa það einu sinni í sumar og það er alveg einu sinni of mikið. Áðan hellirigndi og ég var svo ótrúlega heppin að vera á pottavakt. Ég nennti ekki ofan í með stelpunum því það er kalt svo ég klæddi mig bara í pollagalla og fór út. Ég gleymdi reyndar að setja hettuna á hausinn og var því rennandi blaut innan undir regngallanum og þurfti að skipta um allt, meira að segja nærföt. Ég sat úti á palli og las í bókinni minni sem var vel varin af plastpoka en það vildi ekki betur til en svo að síminn minn var í vasanum og ég þurfti að nota hann til að taka tímann á stelpunum og núna virkar síminn minn ekki Crying Það kviknar reyndar á honum en skjáirnir virka ekki. Veit ekki hvort neitt annað virki en eins og staðan er núna þá hefur hann verið úrskurðaður látinn þangað til annað kemur í ljós.

IMG_1087Hér gerist afskaplega fátt. Kristbjörg er illa haldin af ruglunni. Í undirbúningnum fyrir einn matartímann segir hún: "Nenniru að rétta mér pokann?" Bryndís: "Vantar þig hnífinn?" Einhvern tímann tókst henni að tala um táfýlu þegar hún var að meina tómatsósu og þar fram eftir götunum. Svo var hún að þrífa skyrklessur á gólfinu og fór þá að velta því fyrir sér hvort ekki væri skrítið að vera fluga í loftinu því þær væru á hvolfi og hló svo að sjálfri sér í korter. Lá í gólfinu og veinaði. Ég var ekki niðri í eldhúsi en heyrði í henni upp í herbergið mitt LoLHún er svo fyndin!! Irenan mín er alltaf eitthvað að stinga af og hverfur héðan heilu og hálfu dagana! Það er nú reyndar ekki alveg svo slæmt og hún hefur alveg löglegar afsakanir en það er samt eitthvað ekki gott að hún skuli stinga mig af endalaust!! Mér finnst ótrúlega skrítið að hugsa til þess að við erum að klára sjöundu vikuna okkar núna á föstudaginn og það eru bara þrjár eftir!! Ég á reyndar bara tvær vikur eftir en ég verð ekki í 9.flokki sem er stutti flokkurinn.

babyeeyore2Við litla Dísin stöndum okkur ennþá alveg frábærlega Smile Hún er yndisleg, ljúf og alveg ótrúlega dugleg. Það er töggur í skottunni minni. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hversu rosalega lík mömmu sinni hún er! Hún hefur alltaf verið svipuð henni en aldrei hefur mér fundist hún vera svona rosalega lík henni áður. Núna rétt í þessu hlupu 36 stelpur niður stigann því þær eiga að fara í náttföt því það er náttfatapartý. Við erum búnar að flýta allri dagskrá um tvo tíma eða svo. Í venjulegum flokki lyki kvöldvökunni um klukkan hálf tíu og náttfatapartýið kæmi óvænt inn í bænaherbergi. En þar sem flestar stelpurnar eru svo ungar byrjuðum við kvöldvökuna klukkan hálfátta, henni var að ljúka og náttfatapartýið byrjar klukkan hálf 9.

Annars þakka ég bara kærlega fyrir mig og heimta komment frá lesendum!

 

eyrnaslapi4

 

 


Kristbjörg sæta

 

 

Vinnan mín í Ölveri er hafin á ný og nú starfa ég sem foringi. Það besta við þetta er að litla Dísin, frænka mín, verður hjá mér í heila viku. Hún er barn í flokki og fær mig sem bænakonu en hún veit það samt ekki ennþá. Hún fær að vita það á eftir Smile Dísin gengur um og spyr um Tótu sem enginn þekkir en það er þó að lærast að ég er sú sem hún leitar að, Tóta frænka Smile
Frændsystkini mín sætu

 

Litlu frændsyskini mín, Benóný hennar Ástu og Sóldís, Sindri Geir og Margrét Þurý, börnin hennar Diddísar systur Smile
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Mig langar að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég tók fyrir einhverjum vikum - man ekki alveg í hvaða flokki það var en ég var allavega forstöðukona. Kristbjörg mín var að setja sængurverið utan um sængina sína en það misfórst eitthvað og hún var orðin ótrúlega þreytt og hrikalega pirruð. Á einum tímapunkti var hún komin inn í sængina sína LoL
IMG_1098

 


 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_1100
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_1101
Þarna er Irenan mín líka en ekki segja henni samt frá því. Henni er mjög illa við myndavélar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_1102
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þetta gekk alveg ótrúlega illa...
 
IMG_1103
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
... en það tókst á endanum Smile Hún er svo sæt!!
 
Þið takið kannski eftir að ég hef voðalega fátt að segja þannig að ég ætla að láta þetta gott heita í bili. En mig langar að sjá komment samt.  

 


Eftirsókn eftir vindi

Rauðhausinn minn er búinn að gifta sig!! Hún var svo falleg og athöfnin var svo ótrúlega falleg og skemmtileg! Veislan var líka æðisleg, þótt ég hefði ekki þekkt eina einustu manneskju þarna fyrir utan Rauðhausinn minn og Nonna. Ég kannaðist við nokkur andlit en sem betur fer var raðað í sæti þannig að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af að finna mér sæti sjálf einhvers staðar. Veislustjórarnir stóðu sig með prýði og voru mjög skemmtilegir! Best fannst mér þegar þau tilkynntu að þetta væri nú eiginlega þeirra brúðkaup (gaurinn er hommi) því söngvararnir sem ættu að syngja í þeirra brúðkaupi væru mættir á svæðið. Já það var enginn annar en Friðrik Ómar minn og Guðrún Gunnars. sem gengu inn í salinn!! Friðrik Ómar er svo hrikalega flottur söngvari og svo suddalega heillandi! ég veit að hann er hommi (og ég komst að því á myspace-inu hans að hann á kærasta Crying) en einhver góður maður sagði einhvern tímann að allir gaurar sem ég heillaðist af væru þvenghýrir! Ég hreinlega á bara ekki orð! Get ekki lýst gleði minni þegar ég sá hann ganga inn í salinn!! Ég fékk næstum því hland fyrir hjartað (í góðri merkingu samt), svo bágt átti ég með mig!! Svo er hann bara alveg ýkt fyndinn og mikið krútt! Oh hann er svo æðislegur! Nördið ég gleymdi myndavélinni úti í bíl þannig að ég gat ekki tekið mynd af honum! Úff! 

Annars hefur fátt merkilegt gerst í mínu lífi. Við Tinnan mín fórum á samkomu í Fíladelfíu í gær og það var með skrítnari samkomum sem við höfum farið á. Við pössum okkur alltaf á að mæta fashionably late og vorum hálftíma of seinar í gær en þegar við mættum var samkoman bara ekkert byrjuð! Okkur leið geðveikt kjánalega enda höfum við aldrei verið mættar á réttum tíma, í upphafi samkomu, þannig að við ákváðum að láta okkur hverfa um stundarsakir. Fórum og fengum okkur að borða og spjölluðum auðvitað helling og mættum svo aftur klukkutíma seinna. Þá var samkoman farin af stað og við fengum okkur sæti og vorum alltaf að bíða eftir að ræðan byrjaði. En þá höfðum við misst af því að ræðumaðurinn fór upp á svið, fengið sér vatn að drekka, hann þagði í svona fimm sekúndur og tilkynnti svo samkomugestum að það yrði engin ræða, hann væri of stressaður! Eftir samkomuna var okkur sagt að það slitnaði ekki slefan á milli okkar því við værum alltaf saman! Frekar spes þar sem við hittumst allt of sjaldan en Fílósamkomur er eitthvað sem við Tinna eigum saman og blöndum engum öðrum inn í. Það er okkar thing Cool

Við fórum á samkomu líka í síðustu viku og þá heyrðum við ræðu um Predikarann. Gaurinn var misjafnlega túlkaður en þar sem flestir skilja ensku kom það ekki að sök. Hann einmitt hélt því fram að hann vissi ekki af hverju Predikarinn væri í Biblíunni; aðeins einu sinni er minnst á Guð í bókinni og hún lýsir algeru tilgangsleysi. Hún hefst á tilgangsleysi og endar þannig líka. Setningin: Og allt er það hégómi og eftirsókn eftir vindi er mjög áberandi í bókinni þar sem allar lífsins lystisemdir eru taldar upp og skrifaðar sem hégómi. En það er klárt mál að höfundur bókarinnar var ekki Íslendingur því hann myndi ekki sækjast eftir vindi ef hann byggi hér!! 

Á morgun ætla ég að fara í IKEA og athuga hvort ég finni hillur inn í íbúðina mína. Er farið að langa að breyta til og bæta. Ætla að fá mér nýtt stofuborð og losa mig við það sem ég er með í stofunni núna. Er aðeins búin að færa til en langar í fleiri skápa fyrir allar bækurnar mínar og dótið sem ég fékk í útskriftargjöf.

Núna ætla ég að fara að sofa. Góða nótt! Innilega til hamingju með daginn Andrea mín og Nonni! Kissing


Alvöru sveitafranskar

Pabbi minn skammaði mig fyrir bloggleti þannig að ur því verður bætt núna. 

Mig langaði að deila því með ykkur að Pulsuvagninn í Keflavík selur alvöru sveitafranskar! Ég komst að því áðan þegar ég fór og keypti hamborgara og sveitafranskar og súperdós! Maður getur ekki farið til Keflavíkur án þess að koma við á Pulsuvagninum! Ég er enn að narta í þetta og ji minn hvað þetta er gott! 

Ég erí Keflavík núna, kom í gærkvöldi og fékk að vera með Benóný í morgun, klæddi hann í og fór með hann til dagmömmunnar svo mamma hans gæti mætt á réttum tíma í vinnuna. Ég kom til þess að fara í blóðprufur og endaði í mest spes læknistíma sem ég hef farið í. Ég ætlaði sko ekki til læknis, bara í blóðprufuna en mamma mín ákvað að það væri bara alveg í lagi að spjalla við lækninn. Læknirinn minn í Keflavík (núverandi læknir) er gamall bekkjarbróðir minn og þetta var frekar spes. Samt ágætt því hann hefur alltaf verið svo yndislegur og ekki skemmir fyrir að hann er alveg hrikalega myndarlegur. Hann átti ekkert að vera á heilsugæslunni í morgun en var það samt og mamma vildi endilega ræða við hann um blóðþrýstinginn, sem er svo bara nokkuð normal. Hann vildi spjalla við mig og mæla mig sjálfur til að athuga hvort hann væri eitthvað hættulega hár. Hann mældi mig þrisvar og ég kom bara nokkuð vel út, allavega miðað við mælinguna á Akranesi. Þetta var mjög undarlegt en samt ekki á slæman hátt. Svo á ég símatíma hjá honum um blóðprufuna á mánudaginn næsta. 

Annars er nú það að frétta að uppáhalds prinsinn minn er orðinn tveggja ára og er farinn að tala ýkt mikið og er ótrúlega duglegur að segja Tóta Smile Ég fór í skírn um daginn hjá syni hennar Jóhönnu og hann fékk nafnið Egill Björgvin. Það fyrsta sem ég sagði eftir að hafa óskað henni til hamingju var: Kanntu að fallbeygja það? Íslenskukennarinn kominn upp í mér Grin

Ég er bara að vinna í húsamiðjunni í flokkafríinu mínu. Ætla reyndar ekki að mæta fyrr en kl. 16 á morgun því ég ætla að nýta daginn til að fara í Menntamálaráðuneytið til að sækja um leyfisbréf eða eitthvað þannig til að fá borgað eftir menntuninni. Núna má menntasnobbið sko alveg koma fram!!  

Í næstu viku fer eg svo aftur upp í Ölver, hlakka mjög til, sakna svo Irenu minnar og Kristbjargar! Sóldís frænka mín kemur í 7.flokk og hún er orðin ótrúlega spennt yfir að koma og hitta Tótu frænku.

Ætla að fara að taka mig til til að sækja Benóný til dagmömmu. Við ætlum eitthvað út að rölta og leika okkur Smile

 

 


Cute doctor

3.flokkur gekk alveg ótrúlega vel og þær voru allar æðislegar. Ég var með frábært bænaherbergi sem ég sakna mjög mikið. Ég er reyndar með ágætar stelpur núna líka. En það samt soldið erfitt, margar þeirra þekkja mig fyrir sem foringja og vita ekki alveg hvernig þær eiga að taka mér sem forstöðukonu. Þetta reddast allt. 

Ég byrjaði flokkinn alveg ótrúlega illa. Ég fékk dúndrandi mígreni í gærkvöldi og það var orðið svo slæmt þegar ég fór inn í bænaherbergi að ég gat ekki lesið fyrir stelpurnar. Ég meikaði hvorki að lesa fyrir þær né heyra mína eigin rödd. Það bergmálaði allt og ég komst í gegnum eina og hálfa blaðsíðu! Oh þetta getur verið svo vont. Ég er enn ekki orðin góð en fer samt með í gönguferðir og þannig í dag. Það var komin ró á kofann um miðnætti sem ég er ótrúlega ánægð með, stelpurnar eru nefnilega frekar stórar og ég hélt það yrði meira vesen að koma þeim niður. Ég var samt komin upp í rúm og sofnuð um 11 útaf hausnum.

Ég er alvarlega farin að þrá að komast aðeins héðan. Bara aðeins að komast burtu og þurfa ekki að ráða neinu eða ákveða neitt. Ég er samt alls ekki að kvarta en ég er bara orðin þreytt. Ég fór í gönguferð með iPodinn minn í sumarbústaðahringinn í gær og það var endurnærandi. Bara rétt að komast burt í smástund.  

Ég fór til læknis um daginn og hann var ýkt sætur Blush Alltaf gaman að hitta sæta lækna. Hann káfaði alveg helling á mér og vildi fá mig í blóðprufu. Ég komst ekki þegar ég átti að fara því ég þurfti að fara með rútunni í bæinn þannig að ég ætla að reyna að fara á mánudaginn i staðinn - ef ég næ að vakna. Hann vill útiloka lifrarvandamál með blóðprufunni. Hann mældi blóðþrýstinginn minn og miðað við að ég sé á hjarta- og blóðþrýstingslyfjum þá er hann frekar hár. Hann vildi nú ekki meina að það væri hættulegt samt, allavega ekki ennþá. Ég á að éta parasetamól, 1000 mg, allt að fjórum sinnum á dag þangað til annað kemur í ljós. 

Við erum allar orðnar sólbrenndar og sætar hérna. Sumar eru brúnni en aðrar og sumir verða bara rauðir og síðan ekki söguna meir. Ég verð orðin ótrúlega brún og sæt fyrir brúðkaupið hennar Andreu Smile Vá hvað ég hlakka til að sjá hana! Ég er búin að fylgjast með undirbúningnum síðan hann hófst og er orðin mjög spennt þótt ég fari ein. Má samt taka með mér deit... ef það er einhver sjálfboðaliði til að koma með mér Blush

Ef einhver vill koma og taka mig á smá rúnt seinnipartinn þá yrði það mjög vel þegið Smile


Where the sun doesn't shine

Annar flokkur er farinn heim og þriðji flokkur mættur á svæðið. Matsalurinn virðist minnka með hverjum flokknum því stelpurnar verða sífellt stærri. Margar þeirra eru stærri en ég en það er svo sem ekkert óvanalegt. Ég er foringi í þessum flokki eftir tvær velheppnaðar vikur sem forstöðukona. Mér finnst þær hafa tekist vel og hef fengið mikið hrós fyrir. Einhverjir hafa áhyggjur að ég muni láta illa að stjórn eftir að hafa verið við stjórnvölinn alveg síðan við byrjuðum starfið en ég held þetta muni takast vel. Stend mig allavega vel í að taka þau frí sem mér eru ætluð Grin 

Ég skrapp í Bongó í dag (Borgarnes fyrir þá sem ekki þekkja til) og eyddi alveg hellings pening eða alveg 11 þúsund. Ég keypti kók fyrir næstum því helminginn af þessari upphæð, eða svona næstum því. Ég keypti allavega mikið kók sem ætti að duga út tvær vikur eða þangað til ég fer í bæinn í frí. Ég keypti líka linsur og og fleira skemmtilegt dót í apótekinu. Ég elska apótek, þau eru æðisleg og það er svo gaman að skoða í þeim.

Á miðvikudaginn ætla ég að fara í fyrsta skipti til læknis á Akranesi. Ég held meira að segja að ég hafi í fyrsta sinn í morgun pantað tíma sjálf hjá lækni. Mamma mín gerir það alltaf því hún vinnur á spítalanum í Keflavík og hæg eru heimatökin. Læknar eru skemmtileg fyrirbæri. Sá sem ég fór síðast til vildi bara gefa mér stíla þegar ég fengi mígrenikast og núna er eiginlega komið að því að ég ætti að prófa það, er nefnilega með mígreni. Ég hef samt alveg afskaplega litla löngun til að troða einhverjum töflum þangað sem sólin skín ekki þannig að á meðan ég er ekki deyja úr verk þá ætla ég ekki að gera það.

Ég ætla að lesa aðeins yfir hugleiðinguna sem ég á að flytja í kvöld, hef nefnilega ekkert lesið hugleiðingaefnið yfir, bara biblíulestrana.

Vildi samt deila með ykkur að uppáhalds prinsinn minn varð tveggja ára í gær. Benóny er orðinn tveggja ára og ég missti af því sem og fæðingunni hans og eins árs afmælinu Frown En ég og bænastelpurnar mínar sungum afmælissönginn fyrir hann en efa samt um að það hafi heyrst til hans. 


Kennari!

Þá er ég loksins orðin kennari! Útskriftin var á laugardaginn og mikið var gott að taka við skírteininu úr höndum Baldurs Sigurðssonar og taka í höndina á Ólafi Proppé. Ég hélt tvær litlar veislur í tilefni dagsins, eina fjölskylduveislu og svo eina vinaveislu með Þráni og Hlín en þau útskrifuðust líka um helgina. Hlín er félagsráðgjafi en Þráinn er ekki neitt, en samt kominn með BA-gráðu í guðfræði. Báðar veislurnar heppnuðust vel og það var fámennt en góðmennt.

Ég er komin aftur upp í Ölver og er tekin við hlutverki forstöðukonu aftur. Það gengur bara mjög vel það sem af er vikunni en núna eru fjórir heilir dagar eftir. Hópurinn er mjög skemmtilegur og þær eru aðeins eldri heldur en hópurinn sem fór heim á föstudaginn síðasta. Ég þekki nokkrar frá fyrri árum og þær njóta sín vel.

Á föstudaginn verð ég svo foringi en það er hlutverk sem ég kann mjög vel. Ég veit ekki alveg hvernig það verður að fara aftur að vinna foringjastörf því ég er mjög fegin að vera laus við margt af því sem foringjarnir þurfa að gera eins og til dæmis leikherbergi, rusl, piss og stjörnugjöf og fleira svona miður skemmtilegt. Ég fer í allar gönguferðir sem forstöðukona og er svo bara þar sem mér finnst að vanti að hafa mig. Ég held að þetta gangi mjög vel, eða mér finnst það. Vona bara að foringjarnir mínir séu sama sinnis.

Ég birti fréttir á http://www.kfum.is á nánast hverjum degi og þar er hægt að lesa það sem við erum að gera svona dagsdaglega og skoða myndir frá starfinu. Við erum kannski ekkert voðalega duglegar að taka myndir en við reynum Smile

Ég er að reyna að minnka kókdrykkjuna mína og það gengur bara alveg agætlega held ég. Ég næ að drekka ekki heilan líter á dag en svo eru dagar þar sem ég drekk meira. Lyfin virka ágætlega og ég hef ekki fengið alvöru kast núna í soldið langan tíma, ekki þannig kast að ég liggi og æli og geti ekkert gert. Ég er mjög ánægð með það.

En það er að koma matur. Ég skal reyna að vera duglegri að setja fréttir hingað inn Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband